Umboðsmaður Vinstrihreyfingarinnar - grænt framboð hefur sent beiðni á yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis um endurtalningu. Líklegt er að það séu viðbrögð við þeim breytingum sem áttu sér stað eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en einnig munaði mjóu á milli flokka í suðrinu.

Þórir Har­alds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar Suður­kjör­dæm­is, segir í sam­tali við mbl.is að fundað verði um beiðnina eftir hádegi á morgun. Áður hafði yfirkjörstjórn svæðiðsins gefið út að ekki yrði talið aftur.

Breyting varð á fimm þingsætum í kjölfar endurtalningar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi. Mögulegt er að meiri breytingar séu í vændum ef ákveðið verður að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi upp á nýtt.