Vísinda­menn í suð­austur­hluta Tyrk­lands hafa fundið lifandi Bat­man-spá­fisk í fyrsta sinn frá árinu 1974.

Bat­man-spá­fiskurinn er röndóttur og verður mest 3,6 senti­metrar að stærð, hann var al­gengur í Bat­man- og Am­bar-ánum í Tyrk­landi.

Cüneyt Kaya, lektor við Recep Tayyip Erdogan-há­skólann, og teymi hans, hafa verið að störfum á svæðinu í meira en ára­tug. Erfitt er að leita að tegundinni þar sem nota þarf fín­gerð net. Fannst fiskurinn loks fyrir ofan Bat­man-stífluna sem var reist á tíunda ára­tugnum.

Mengun hefur verið mikil á svæðinu og fundur fisksins er já­kvæð þróun, að mati vísinda­manna.