Átta­tíu björgunar­sveitar­menn eru nú að störfum í Kefla­vík og er tals­verður vindur á svæðinu. Eitt­hvað er um foktjón og eru dæmi um að báru­járns­plötur séu farnar að losna af byggingum. Þetta kemur fram í Face­book færslu lög­reglunnar á Suður­nesjum. Sjá má mynd­band af svæðinu neðst í fréttinni.

Í færslunni kemur fram að lög­reglan hafi lokað Hrannar­götu í Kefla­vík vegna hættu á stórum báru­járns­plötum sem þar eru á ferðinni. Ekki er talið æski­legt að tryggja plöturnar á meðan vindur er þetta mikill en það verður þó gert komi þær til með að skapa meiri hættu.

Einnig er eitt­hvað um fok í Garði og Sand­gerði. Lög­regla leggur á­herslu á að allir fari var­lega, björgunar­sveitar­fólk sem og lög­gæslu­fólk.

Frétt uppfærð kl. 22:07.

Í nýrri færslu biður lögreglan á Suðurnesjum almenning um að virða lokanir. Segist lögreglan vera með mikinn viðbúnað við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík vegna foks.