Lögreglan í Highland Park hafa lýst eftir manni sem talið er að hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Að minnsta kosti sex eru látnir eftir árásina.
Maðurinn sem lögreglan lýsir eftir heitir Robert E. Crimo og er hann 22 ára gamall. Lögreglan leitar hans enn.
Skotárásin átti sér stað í dag í Highland Park sem er úthverfi Chicago í Illinois. Að sögn lögreglu hóf skotmaðurinn skothríð af þaki byggingar sem var með útsýni yfir skrúðgönguna.
Nú hafa þeir nítján sem særðust verið útskrifaðir af spítala, en samkvæmt CNN var fólkið á aldrinum átta til 85. Þá særðust fjögur börn, en eitt þeirra er sagt vera í alvarlegu ástandi.