R­oxi­e Was­hington, barns­móðir Geor­ge Floyd, tjáði sig í fyrst skipti opin­ber­lega um and­lát barns­föður síns á blaða­manna­fundi í gær. Hún krafðist rétt­lætis fyrir barns­föður sinn en Floyd lést þann 25. maí eftir að lög­reglu­þjónn kraup á háls hans við hand­töku og þrengdi að öndunar­vegi hans þar til hann lést.

„Ég er hingað komin fyrir barnið mitt og ég er hérna fyrir Geor­ge. Ég vil rétt­læti fyrir hann,“ sagði R­oxi­e. Saman áttu Geor­ge og R­oxi­e, dótturina Giönnu, sem er sex ára að aldri.

Fær aldrei föður sinn aftur

„Ég vildi að allir vissu hvað lög­reglu­þjónarnir tóku,“ sagði R­oxi­e og benti á dóttur sína.

„Í enda dagsins fara þeir heim til sín til að vera með fjöl­skyldum sínum. Gianna á ekki föður. Hann mun aldrei sjá hana vaxa úr grasi, út­skrifast. Hann mun aldrei ganga með henni til altaris. Ef það kemur upp vandi og hún þarfnast föður síns þá getur hún aldrei náð til hans.“

R­oxi­e í­trekaði að sama hvað fólk héldi hafi Geor­ge verið góður maður þess vegna væri hún að tjá sig.

Breytti heiminum

Geor­ge var ó­vopnaður þegar hann var hand­tekinn grunaður um að hafa notað falsaðan tuttugu dollara seðil í sjoppu. Mynd­band af síðustu mínútum í lífi hans hefur farið eins og eldur um sinu á inter­netinu síðustu daga en þar sést lög­reglu­þjónninn Derek Chau­vin krjúpa á hálsi hans í nokkrar mínútur þar til Geor­ge andaðist.

Mót­mæli hafa sprottið upp víðs vegar í Banda­ríkjunum og víðar. Fólk krefst þess að kerfis­bundnu of­beldi gegn svörtu fólki ljúki og að rétt­lætinu verði fram­fylgt. „Pabbi breytti heiminum,“ heyrist Gianna dóttir Floyd segja brosandi í mynd­bandi sem lög­fræðingur R­oxi­e birti á sam­fé­lags­miðlum.