Ó­tím­a­bær dauðs­föll eru al­geng­ar­i með­al kvenn­a sem misst hafa barn en ann­arr­a kvenn­a, sam­kvæmt nýrr­i rann­sókn sem vís­ind­a­menn Há­skól­a Ís­lands og Ís­lenskr­ar erfð­a­grein­ing­ar hafa unn­ið og nær til allr­a for­eldr­a á Ís­land­i síð­ust­u tvær ald­ir. Greint er frá rann­sókn­inn­i í nýj­ast­a heft­i vís­ind­a­tím­a­rits­ins eL­i­fe sem kom út í vik­unn­i.

Í til­kynn­ing­u frá Ís­lenskr­i erfð­a­grein­ing­u (ÍE) kem­ur fram að fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafi leitt í ljós tengsl á mill­i barnsm­iss­is og auk­inn­ar hætt­u á geð­sjúk­dóm­um, hjart­a­sjúk­dóm­um og jafn­vel á­kveðn­um teg­und­um krabb­a­mein­a. Þá bend­i rann­sókn­ir einn­ig til að það sé auk­in á­hætt­a á ó­tím­a­bær­u and­lát­i mæðr­a í kjöl­far slíkr­a at­burð­a, hvort sem horft er til sjálfs­víg­a eða and­láts af nátt­úr­u­leg­um or­sök­um.

Haldið fram að tengsl foreldra hafi verið minni áður fyrr

Flest­ar þær rann­sókn­ir sem hafa ver­ið fram­kvæmd­ar ná þó að­eins til vel­meg­and­i sam­fé­lag­a sam­tím­ans þar sem barn­a­dauð­i er hlut­falls­leg­a lág­ur. Í til­kynn­ing­u ÍE kem­ur fram að því hafi ver­ið hald­ið fram inn­an sagn­fræð­inn­ar að tengsl for­eldr­a hafi ver­ið minn­i á fyrr­i tím­um, þeg­ar barn­a­dauð­i var meir­i, og því hafi á­hrif barnsm­iss­is á ein­hvern hátt ver­ið minn­i fyr­ir for­eldr­a. Aðrir segj­a þess­i tengsl og á­hrif­in engu minn­i á fyrr­i tím­um.

Í rann­sókn­inn­i voru því skoð­ið á­hrif barnsm­iss­is á dán­ar­tíðn­i for­eldr­a hér á land­i und­an­far­in 200 ár. En á þess­um tíma hef­ur sam­fé­lag­ið þró­ast hratt og tíðn­i barn­a­dauð­a minnk­að mik­ið.

„Við rann­sókn­in­a nýtt­i hóp­ur­inn ætt­fræð­i­grunn Ís­lenskr­ar erfð­a­grein­ing­ar og náði hún til allr­a for­eldr­a á Ís­land­i sem fædd­ir voru á ár­un­um 1800-1996. Meg­in­nið­ur­stöð­urn­ar byggj­ast á sam­an­burð­i á dán­ar­tíðn­i tæp­leg­a 48 þús­und for­eldr­a sem misst­u barn á tím­a­bil­in­u og um 126 þús­und syst­kin­a þeirr­a sem ekki upp­lifð­u slík­an harm­leik,“ seg­ir í til­kynn­ing­u.

Áhrif barnsmissis voru skoðuð 200 ár aftur í tímann í rannsókninni.
Fréttablaðið/Getty

Miklar heilbrigðisframfarir

Nið­ur­stöð­urn­ar leið­a í ljós að hlut­fall for­eldr­a sem misst­u börn minnk­að­i úr ríf­leg­a 61 prós­ent á með­al for­eldr­a fæddr­a á ár­un­um 1800 til 1880 í 5,2 prós­ent á með­al for­eldr­a sem fædd­ust frá 1930 til 1996. Seg­ir í til­kynn­ing­u að það und­ir­strik­i þær mikl­u fram­far­ir sem hafi orð­ið hér í heil­brigð­is­mál­um.

Þá sýna nið­ur­stöð­ur einn­ig að tengsl séu á mill­i and­láts barns og auk­inn­ar hætt­u á ó­tím­a­bær­u and­lát­i móð­ur, en þar er mið­að við and­lát fyr­ir fimm­tí­u ára ald­ur. Sams kon­ar tengsl fund­ust ekki hjá feðr­um. Fram kem­ur að auk­in tíðn­i ó­tím­a­bærr­a and­lát­a mæðr­a eft­ir barnsm­iss­i var merkj­an­leg yfir allt tveggj­a alda tím­a­bil rann­sókn­ar­inn­ar en var nokk­uð breyt­i­leg eft­ir skeið­um. Þann­ig reynd­ust ó­tím­a­bær and­lát mæðr­a sem fædd­ar voru frá 1800 til 1930 auk­ast um 35 prós­ent eft­ir barnsm­iss­i en 64 prós­ent með­al mæðr­a sem fædd­ar eru eft­ir 1930.

Höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar und­ir­strik­a að nið­ur­stöð­urn­ar sýni að barnsm­iss­ir hafi ver­u­leg á­hrif heils­u­far og dán­ar­tíðn­i mæðr­a, óháð því hvað­a tím­a­bil sé um að ræða, 19. öld eða þá 20

Fyrst­u höf­und­ar grein­ar­inn­ar eru Unnur Anna Vald­im­ars­dótt­ir, próf­ess­or í lýð­heils­u­vís­ind­um við Há­skól­a Ís­lands og Dong­ha­o Lu, nýd­okt­or við Harv­ard TH Chan lýð­heils­u­há­skól­ann, en rann­sókn­in er sam­starfs­verk­efn­i þeirr­a og hóps vís­ind­a­mann­a við Ís­lensk­a erfð­a­grein­ing­u, þeirr­a Kára Stef­áns­son­ar, Agnars Helg­a­son­ar, Sig­rún­ar Helg­u Lund, Þórð­ar Kristj­áns­son­ar, Dan­í­els Guð­bjarts­son­ar og er­lendr­a vís­ind­a­mann­a.

Vís­ind­a­grein­in­a má nálg­ast á vef eL­i­fe og til­kynn­ing­u Ís­lenskr­ar erfð­a­grein­ing­arhér.