Val­gerður Lísa Sigurðar­dóttir sér­fræði­ljós­móðir á Land­spítalanum segir veru­lega þörf á hentugu úr­ræði fyrir þennan hóp kvenna. „Eitt­hvert skjóls­hús fyrir þær meðan þær eru að ná tökum á til­verunni í bata­ferlinu og með lítið barn. Flestar innan þessa hóps hafa tölu­verða þörf fyrir stuðning, bæði á með­göngu og eftir fæðingu. Þarfir kvenna eru þó mis­munandi, sumar hafa að­gang að stuðnings­neti í kringum sig á meðan aðrar hafa meiri þörf fyrir sam­fé­lags­legan stuðning,“ segir hún.

Val­gerður segir barns­hafandi konum með fíkni­vanda vera í flestum til­vikum vísað í með­göngu­vernd á Land­spítala, þar sem konum með alls konar á­hættu­þætti á með­göngu er veitt með­göngu­vernd.

„Sér­hæfðar ljós­mæður bjóða konunni við­tal, gera heilsu­fars­mat, meta þörf hennar fyrir þjónustu í barn­eignar­ferlinu, veita fræðslu og ráð­gjöf og hvetja hana til að þiggja með­ferð vegna síns fíkni­vanda. Það er þétt utan­um­hald og stuðningur á með­göngunni. Aðrir fag­aðilar koma þar einnig að, svo sem fé­lags­ráð­gjafar og fag­aðilar með sér­hæfingu í fíkni­með­ferð. Bæði SÁÁ og fíkni­geð­deild Land­spítala veita barns­hafandi konum for­gang í með­ferð, “ segir Val­gerður.

Urðar­brunnur fjár­svelta um mánaða­mótin

Elísa­bet Ósk Vig­fús­dóttir ljós­móðir og for­stöðu­kona Urðar­brunns segir úr­ræðið fjár­svelta og þurfi að loka um mánaða­mótin ef hún fái ekki stuðning frá ríkinu eða sveitar­fé­lögunum.

„Við getum tekið við þremur konum í einu og er mark­mið okkar að styðja, vernda og undir­búa verðandi for­eldra og mæður til að takast á við nýtt hlut­verk að eignast barn, veita þeim við­eig­andi stuðning, hvatningu og fræðslu bæði fyrir og eftir fæðingu barnsins með því að leiðar­ljósi að auka hæfni þeirra og getu við um­önnun og tengsla­myndun við ný­burann,“ segir Elísa­bet.

Hjá okkur er fjöl­skyldunum eða mæðrum er boðin sólar­hrings­vistun eða lengri tíma og er hug­myndin að þjónustunni byggð á sams­konar þjónustu sem er á vegum ríkisins í Norður­löndunum, en Urðar­brunnur er eina slíka úr­ræðið hér­lendis.

„Ég hef verið að greiða þetta sjálf úr eigin vasa til að vera til staðar fyrir þennan hóp. Sveitar­fé­lögin segjast ekki geta fjár­magnað þetta og ég neyðist þá til að loka um mánaða­mótin,“ segir Elísa­bet.

Hún segir kerfið vera að seinka vandanum með þessu úr­ræða­leysi. „Ef ekkert er gert er hætta á því að konurnar fari í sama far og börnin mögu­lega send í fóstur. Konurnar vilja ná bata, vera til staðar fyrir börnin sín og koma undir sig fót­festu í lífinu,“ segir Elísa­bet.

Vöntun á öruggu úr­ræði

Tuttugu og fjögurra ára ó­frísk kona komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, snéri blaðinu við eftir margra ára neyslu bjó á götunni þar til hún komst að því að hún væri barns­hafandi.

„Ég var á neyslu í mörg ár, frá því að ég var ung­lingur og kom af götunni þegar ég komst að því að ég var ó­frísk. Ég er búin að vera edrú í átta mánuði núna og lét renna af mér um leið og ég komst af því að ég væri ó­frísk. Ég fór inn á Vog og Vík á­samt því að hafa verið í hálft ár á á­fanga­heimilinu Dyngjunni, það var ó­trú­lega erfiður og krefjandi tími,“ segir hún og bætir við að á­fanga­heimili virðist vera eini kosturinn, eða vera á sófanum hjá vin­konu.

„Á­fanga­heimili er ekki staður fyrir ó­frískar konur. Þær sem dvelja þar eru með fjöl­þættan geð­rænan vanda og eru ýmist í vímu­efnaneyslu. Maður er alltaf óöruggur," segir hún og bætir við að hún viti um konur sem hafa farið af á­fanga­heimilum vegna þess.

Fá út­hlutað íbúð á fæðingar­deildinni

Fé­lags­þjónustan hafi lofað henni íbúð sem hún fékk út­hlutað tveimur vikum fyrir settan dag. „Ég hef þurft að flytja þrisvar sinnum á með­göngunni, það var alltaf verið að lofa mér íbúð. Ef ég hefði farið fyrr af stað veit ég ekki hvert ég hefði farið,“ segir hún.

Margar konur hafi fengið íbúð af­henta á settum fæðingardegi barnsins eða þegar þær væru komnar upp á fæðingar­deild. Hún segir það þurfi utan­um­hald með lítið barn og á þessum við­kvæmu tímum í lífi kvenna og barnanna, sér í lagi þegar þær hafa oft á tíðum lítið eða ekkert bakland.

Hún segir það megi ekki líta á konur í þessum að­stæðum sem annars flokks, „Það langar öllum að hugsa um barnið sitt, en það hafa ekki allir sömu tæki­færi,“ segir hún og bætir við að hún sé heppin með gott bakland, en það sé ekki raunin hjá öllum og ítrekar að það vanti úrræði fyrir konur og börn þeirra líkt og Urðarbrunn þar sem konur geta leitað sér húsa­skjól og fundið fyrir öryggi.

Hægt er að leggja málefninu lið með því að styrkja Urðarbrunn:

Banki 0370-26-710324 Kennitala 710321-0430