Barns­hafandi konur sem eru í sér­stökum for­gangs­hóp vegna starfs síns hafa verið boðaðar í bólu­setningu í sam­ræmi við það og hafa þó nokkrar þegið bólu­setninguna. Á­kvörðunin er í höndum kvennanna sjálfra í sam­ráði við ljós­móður og heimilis­lækni.

Fyrir jól ríkti mikil ó­vissa um hvort ó­léttar konur yrðu bólu­settar hér­lendis. Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna fyrir jól að al­mennt verk­lag væri að sýna sér­staka að­gæslu með ný lyf eða bólu­efni þegar það kæmi að barns­hafandi konum. Á­stæðan væri sú að ekki hafi verið gerðar rann­sóknir á ó­léttum konum.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar á Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að skömmu eftir jól hafi verið tekin á­kvörðun um að leggjast ekki gegn bólu­setningu barns­hafandi kvenna sem þess óska. Sér­stak­lega gildir þetta um þær konur sem eru með á­hættu­þætti fyrir með­göngu, eða sinna störfum þar sem mælt er með for­gangs­bólu­setningu s.s. í heil­brigðis­þjónustu.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með bólusetningum á vegum Heilsugæslunnar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

„Ljósmóðir leggur á mat á það með konunni, annars vegar hættuna á að verða út­settur fyrir CO­VID-19 og að vera bólu­settur. Þannig það er lagt á mat á það fyrir hverja og eina konu í sam­ráði við ljós­móður og heimilis­lækni hvort við­komandi fari í bólu­setningu eða ekki," segir Ragn­heiður.

Ekki liggur fyrir hversu margar barns­hafandi konur hafa verði bólu­settar hér á landi en að sögn Ragn­heiðar er það ekki skráð sér­stak­lega hvort við­komandi sé barns­hafandi þegar hann er bólu­settur.

Rann­sóknir benda ekki til að bólu­efnið sé skað­legt á með­göngu

Á vef land­læknis segir að það sé tak­mörkuð reynsla af notkun mRNA bólu­efna Pfizer og Moderna (Comirnaty® og CO­VID-19 Vaccine Moderna®) við CO­VID-19 á með­göngu og við brjósta­gjöf.

„Ekki voru gerðar rann­sóknir á barns­hafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðs­leyfis­af­greiðslu en fylgst er með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólu­setningu á með­göngu eftir að bólu­efnin komu á markað. Dýra­rann­sóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bólu­efnunum fyrir barns­hafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti. Ekki er búist við að notkun bólu­efnis hjá barns­hafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur ó­virkjuð (ekki lifandi) bólu­efni en mælt er með notkun t.d. inflúensu­bólu­efnis hve­nær sem er á með­göngu. Al­menna reglan er sú að þegar verið er að nota ný bólu­efni að sýna sér­staka var­úð þegar kemur að barns­hafandi konum, ekki síst fyrir 12 vikna með­göngu. Ef kona fær bólu­setningu ó­af­vitandi um þungun er ekki á­stæða til að rjúfa þungun," segir á vef Lands­læknis.

Sums staðar hefur verið mælt með því að bíða með að bólusetja óléttar konur þar til eftir meðgöngu og brjóstagjöf, til dæmis í Bretlandi og Danmörku. Reglur í Bretlandi voru þó uppfærðar fyrir helgi og er nú mælst til að konur verði bólusettar séu þær í mikilli hættu á að vera útsettar fyrir smiti. Í Bandaríkjunum hefur ákvörðunin verið sett í hendur kvennanna sjálfra.