Ungverjaland

​Barn­margar mæður greiða ekki tekju­skatt

Verði frum­­varp Viktors Or­báns, for­­sætis­ráð­herra Ung­verja­lands, að lögum verða mæður fjögurra barna eða fleiri undan­þegnar því að greiða tekju­skatt út lífið. Þá verði ungum pörum eða hjónum veitt vaxta­laus lán sem falla niður eignist þau þrjú börn eða fleiri.

Orbán og ríkisstjórn hans hafa lagst í umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að auka fæðingartíðni Ungverjalands. Fréttablaðið/Getty

Verði frum­varp Viktors Or­báns, for­sætis­ráð­herra Ung­verja­lands, að lögum verða mæður fjögurra barna eða fleiri undan­þegnar því að greiða tekju­skatt út lífið. Frum­varpið er liður í því að auka fæðingar­tíðni í landinu, sem hefur á undan­förnum árum farið niður á við. 

Ung­verjum fækkar um 32 þúsund manns á ári og er fæðingar­tíðni þar undir meðal­tali Evrópu­sam­bands­ríkjanna. Ung­verskar mæður eignast að meðal­tali um 1,45 barn á lífs­leiðinni. Meðal­tal ESB-ríkjanna er 1,58. 

Þá hefur Or­bán lagt til að ung pör eða hjón fái vaxta­laus lán að há­marki 10 milljónum forinta, jafn­virði tæp­lega 4,4 milljóna króna. Eignist þau þrjú eða fleiri börn verði lánið fellt niður. 

Or­bán sagði í ræðu að hugsunar­háttur vest­rænna ríkja væri á þann veg að inn­flytj­endur þyrfti til að sporna við fækkun fólks. „Ung­verjar hugsa öðru­vísi. Við þurfum ekki aukinn fjölda. Við þurfum ung­versk börn,“ sagði Or­bán.

Forsætisráðherrann og flokkur hans, Fidesz, hafa barist gegn streymi flótta­manna og inn­flytj­enda til landsins undan­farin ár. Orbán lauk ræðu sinni á eftirfarandi orðum: „Lengi lifi Ungverjaland og Ungverjar.“

Þá er kveðið á um að ríkið styrki þá sem hafa í hyggju að kaupa sjö sæta bif­reið. Einnig að lagt verði jafn­virði 303 milljarða króna í heil­brigðis­kerfið og að reist verði 21 þúsund hjúkrunar­heimili á næstu árum.

Frétt BBC um málið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ungverjaland

Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur

Ungverjaland

Stop Sor­os-lög­­gjöf Ung­verja vísað til Evrópu­dóm­stólsins

Ungverjaland

Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing