Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, kynnir í dag tvö frum­vörp sem verða lögð fyrir Al­þingi um tals­verðar breytingar á fé­lags­legu kerfi á Ís­landi í þágu barna. Annar frum­varpið fjallar um stofnun Barna- og fjöl­skyldu­stofu og hitt um sam­þættingu þjónustu í þágu far­sældar barna. Frum­vörpin verða bæði kynnt ítar­lega á ráð­stefnu sem hægt er að fylgjast með á vefnum í dag.

Ás­mundur Einar opnaði sjálfur dag­skrá ráð­stefnunnar og sagði að víð­tækt sam­ráð í stofnunum, innan þing­flokka og víða í sam­fé­laginu að undir­búning breytinganna. Ferlið hófst árið 2018 og lýkur nú með kynningu frum­varpanna.

Ás­mundur sagði það mikil­vægt að leggja til hliðar pólitískt karp og sagði það risa­stórt skref ef okkur tækist að koma í veg fyrir eða bregðast við á­föllum fyrr sem börn verða fyrir.

Í frum­vörpunum er lagt til að stofnaðar verði tvær nýjar stofnanir þar sem rík á­hersla verður á þjónustu við börn og fjöl­skyldur þeirra. Unnið verður eftir sam­ræmdum mæli­kvarða sem hjálpar við að tryggja sam­fellda þjónustu sem hæfir börnum.

Þjónusta án hindrana

Í öðru frum­varpinu sem fjallar um þjónustu í þágu far­sældar barna segir að megin­mark­mið laganna sé að börn og for­eldrar sem á þurfi að halda hafi að­gang að sam­þættri þjónustu við hæfi án hindrana. Segir að tryggja þurfi sam­ræmi við Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, sem var lög­festur á Ís­landi 2013, og að þau sem beri á­byrgð sam­kvæmt þessum nýju lögum skuli í fyrsta lagi fylgjast með vel­ferð og far­sæld barna og for­eldra og meta þörf fyrir þjónustu. Þau skuli í öðru lagi bregðast við þörf barna og for­eldra fyrir þjónustu á skil­virkan hátt um leið og hún vaknar og í þriðja lagi skuli þau eiga sam­ráð sín á milli með það að mark­miði að þjónusta sé sam­felld og sam­þætt í þágu vel­ferðar og far­sældar barna og for­eldra.

Þá segir að far­sældar­þjónusta sé nýtt yfir­heiti þjónustu sem fjallað er um í lögum og er veitt á vegum annað hvort ríkis eða sveitar­fé­laga sem eigi að efla eða tryggja far­sæld barns. Mark­mið þeirra er að „skapa heildar­sýn og ramma um þau þjónustu­kerfi sem starfa með stoð í lögum og bera á­byrgð á þeirri þjónustu sem skiptir mestu máli fyrir far­sæld barns.“

Frum­varpið tekur til allrar þjónustu sem er veitt innan skóla­kerfisins, í leik-, grunn- og fram­halds­skólum, frí­stunda­heimilum og fé­lags­mið­stöðvum. Jafn­framt er átt við þjónustu sem er veitt innan heil­brigðis­kerfisins, á heilsu­gæslu­stöðvum, heil­brigðis­stofnunum og sjúkra­húsum og fé­lags­þjónustu sem er veitt í þágu barna innan sveitar­fé­laga, barna­verndar­þjónustu og þjónustu við fötluð börn, auk verk­efna lög­reglu.

Þrjú þjónustustig

Í frum­varpinu segir að far­sældar­þjónusta við börn verði veitt á þremur þjónustu­stigum. Á fyrsta stigi er grunn­þjónusta sem sé að­gengi­leg öllum börnum og full­orðnum.

„Þá til­heyra fyrsta stigi úr­ræði þar sem veittur er ein­stak­lings­bundinn og snemmtækur stuðningur með það að mark­miði að styðja við far­sæld barns. Snemmtækur stuðningur er veittur í sam­ræmi við frum­mat á þörfum barns og honum fylgt eftir á mark­vissan hátt,“ segir í frum­varpinu.

Á öðru stigi er veittur ein­stak­lings­bundinn og mark­vissari stuðningur sem á að tryggja far­sæld barnsins og á því þriðja á „að tryggja að far­sæld barns verði ekki hætta búin.“

Þá verður öllum börnum mögu­legt að fá svo­kallaðan tengi­lið á fyrsta stigi þjónustu sem starfar í skólum eða heilsu­gæslu en ef að mál barns er komið á annað eða þriðja stig er skipaður mála­stjóri sem er eins­konar sam­hæfingar­stjóri.

„Barnið er þunga­miðja frum­varpsins,“ sagði Ás­mundur Einar í á­varpi sínu á ráð­stefnunni í dag.

Hann líkti breytingunum sem kynntar eru í dag við sam­hæfingar­stöð al­manna­varna. Þar séu fjöl­margir frá ó­líkum áttum sem komi saman til að vinna að sama mark­miðinu.

„Sama grunn­hug­mynda­fræði er í þessu frum­varpi sem sett verður í kringum börn og fjöl­skyldur barna,“ sagði Ás­mundur Einar í dag.

Hann sagði að þá væri einnig sér­stak­lega fjallað um að taka ætti til­lit til óska barnsins hverju sinni, í hæfi við þroska og aldur þess.

Þjónustan á að henta barninu og fjölskyldu þeirra og verður stigskipt.
Fréttablaðið/Ernir

Hver króna skili sér áttfalt til baka

Ás­mundur fjallaði tals­vert um fjár­hags­legan á­vinning breytinganna og sagði ítar­legt mat hafa verið fram­kvæmt af hag­fræðingnum Birni Brynjúlfi Björns­syni.

Ás­mundur sagði að hann hefði oft heyrt að „Hver króna sem lögð er til barna skilar sér átt­falt til baka“ og að hann hefði viljað sann­reyna það. Hann sagði það mat sem hafi verið fram­kvæmt sýna að „fjár­hags­legur á­vinningur væri á pari við arð­bærustu fjár­festingu þjóðarinnar“.

Hann sagði að kostnaður fyrstu árin væri meiri en hefði áður verið en að fjár­hags­legur á­vinningur breytinganna vegi þyngra.

„Ís­lenska ríkið getur vart farið í betri fjár­festingu“ sagði Ás­mundur.

Ráð­stefnan stendur til um klukkan 16 í dag. Hægt er að fylgjast með beinu streymi hér á vef ráðu­neytisins.

Dag­skrá ráð­stefnunnar:

13:00 Kynningar­fundur hefst

13:05 Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, heldur á­varp

13:25 Najat Maalla M‘jid, sér­legur sendi­full­trúi aðal­ritara Sam­einuðu þjóðanna um of­beldi gegn börnum, heldur á­varp

13:30 Björn Brynj­úlfur Björns­son fjallar um hag­rænan á­vinning á inn­leiðingu frum­varps um sam­þættingu þjónustu í þágu far­sældar barna

13:50 Stutt hlé

14:15 Líneik Anna Sæ­vars­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins og for­maður þing­manna­nefndar í mál­efnum barna, heldur á­varp

14:20 Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, for­maður vel­ferðar­nefndar Al­þingis og með­limur í þing­manna­nefnd í mál­efnum barna, heldur á­varp

14:25 Anna Tryggva­dóttir, yfir­lög­fræðingur á skrif­stofu barna- og fjöl­skyldu­mála í fé­lags­mála­ráðu­neytinu, fer yfir frum­varp um sam­þættingu þjónustu í þágu far­sældar barna

15:00 Haraldur Lín­dal Haralds­son & Arnar Haralds­son kynna kostnaðar­mat á inn­leiðingu að­gerða sem felast í frum­varpi um sam­þættingu þjónustu í þágu far­sældar barna

15:20 Hjör­dís Eva Þórðar­dóttir, sér­fræðingur í fé­lags­mála­ráðu­neytinu, kynnir mæla­borð á vel­ferð barna

15:45 Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra slítur kynningar­fundi