Barnaverndarnefnd Kópavogs hefur áhyggjur af auknu álagi á starfsfólk sviðsins undanfarnar vikur og telur nauðsyn að bæta við starfsfólki til að takast á við vandann.

Þetta kemur fram í fundargerð Barnaverndarnefndar í gær sem hægt er að nálgast hér.

Samkvæmt fundargerðinni hefur orðið mikil aukning í fjölda tilkynninga sem berast inn á borð Barnaverndanefndar. Aukning í alvarleika málanna hafi valdið óhóflegu álagi á starfsmenn.

Fyrir vikið sé þörf að fjölga starfsfólki barnaverndar til að takast á við aukinn fjölda verkefna.

Þetta er í takt við það sem hefur átt sér stað í öðrum sveitarfélögum þar sem tilkynningum til Barnaverndarnefndar hefur aukist.