Á næstu dögum eiga 350 börn um land allt von á bréfi frá um­boðs­manni barna með boði á Barna­þing sem haldið verður í Hörpu í Reykja­vík 18. til 19. nóvember á þessu ári. Þingið er haldið í annað sinn en það fyrsta var í nóvember árið 2019.

„Með fyrsta barna­þinginu hófst nýr kafli í réttinda­málum barna og sam­ráði við börn og nú er unnið að því að niður­stöður barna­þings verði nýttar með mark­vissum hætti við opin­bera stefnu­mótun hjá stjórn­völdum,“ segir Salvör Nor­dal, um­boðs­maður barna, í til­kynningu.

Börnin sem fá boð á þingið voru valin með slembi­vali úr þjóð­skrá til að fá sem fjöl­breyttastan hóp til þátt­töku en mark­mið Barna­þings er að efla lýð­ræðis­lega þátt­töku barna og virkja þau í um­ræðu um mál­efni sem varða þau. Niður­stöður um­ræðunnar verða kynntar ríkis­stjórn sem fram­lag þingsins til stefnu­mótunar í mál­efnum barna.

Um­ræða meðal barnanna verður í þjóð­fundar­stíl, líkt og síðast.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Í samræmi við 12. grein BSSÞ

Þingið verður sett þann 18. nóvember með form­legri dag­skrá en þann 19. nóvember verður um­ræða meðal barnanna í þjóð­fundar­stíl og munu full­orðnir einnig koma að um­ræðunni.

Á­samt barna­þing­mönnum verður al­þingis­mönnum, full­trúum stofnana ríkis og sveitar­fé­laga, aðilum vinnu­markaðarins og frjálsum fé­laga­sam­tökum boðið á þingið.

Þingið er haldið í sam­ræmi við 12. grein Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um rétt þeirra til að mynda eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós í þeim málum sem þau varða og að tekið sé til­lit til skoðana þeirra í sam­ræmi við aldur þeirra og þroska.

Barna­þingið er mikil­vægur þáttur í sam­ráði við börn á aldrinum 11 til 15 ára sem alla jafna hafa fá tæki­færi til að koma skoðunum sínum á fram­færi við stjórn­völd. Vig­dís Finn­boga­dóttir er sér­stakur verndari barna­þingsins en hún hefur unnið ötul­lega að mál­efnum barna og barna­menningu.