Lands­réttur stað­festi í dag úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­víkur um far­bann yfir manni, sem hafði verið sak­felldur fyrir í­trekuð kyn­ferðis­brot gegn barn­ungri frænku sinni. Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu hafði borist fyrir milli­göngu ríkis­sak­sóknara evrópsk hand­töku­skipun, þar sem óskað var eftir hand­töku og af­hendingu á hinum eftir­lýsta, til fullnustu á fangelsis­refsingu.

Sam­kvæmt hand­töku­skipuninni var hinn eftir­lýsti sak­felldur fyrir í­trekuð brot gegn barn­ungri frænku sinni með því að hafa þrisvar sinnum í mars 2013, neytt hana til sam­ræðis með of­beldi og hótunum. Af­brot mannsins eru skil­greind sem nauðgun og lýst nánar sem í­trekuð kyn­ferðis­brot gegn barni.

Daginn sem maðurinn var hand­tekinn og færður til skýrslu­töku hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu var hann upp­lýstur um evrópsku hand­töku­skipunina, inni­hald hennar og efni og honum var gefið kostur á sam­þykkja af­hendinguna. Maðurinn kannaðist við máls­at­vik og að eftir­lýsingin átti við hann. En hann neitaði hins vegar sök í um­ræddu saka­máli. Þrátt fyrir það sam­þykkti hann af­hendinguna.

Fyrir Héraðs­dómi Reykja­víkur var maðurinn úrskurðaður í far­bann, þó ekki lengur en til mið­viku­dagsins 30. nóvember næst­komandi. Lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu skaut málinu til Lands­réttar og krafðist þess að úr­skurðurinn yrði felldur úr gildi og fallist yrði á að manninum yrði gert að sæta gæslu­varð­haldi til mið­viku­dagsins 19. októ­ber næst­komandi, en til vara að hinn kærði úr­skurður verði stað­festur.

Lands­réttur féllst ekki á gæsluvarðhaldið, en stað­festi úr­skurð héraðs­dóms og er manninum því gert að sæta far­banni til 30. nóvember til þess að koma í veg fyrir að hann komist undan máls­með­ferð.