Barna­læknar flytja úr hús­næði Domus Medi­ca í Urðar­hvarf 8 í Kópa­vogi. Um 30 barna­læknar sem hafa starfað hjá Domus Medi­ca undan­farin ár og hafa tekið hús­næðið á leigu frá áramótum.

Fram kemur í frétta­til­kynningu að til stendur að á­ætlað er að flytja starf­semina um næstu ára­mót og verður hún sem svipuðu sniði og áður. Kvöld- og helgar­vakt Barna­lækna­þjónustunnar flyst einnig í sama hús­næði og verður starf­ræk alla daga ársins eins og hefur verið. Auk barna­lækna munu háls-, nef- og eyrna­læknar einnig flytja úr hús­næði Domus Medi­ca sem og rann­sókna­stofan Sam­eind.

Greint var frá því í júní að hætt yrði rekstri frá næstu áramótum og að lækna- og skurðstofur yrðu lagðar niður.

Ólafur Gísli Jóns­son, barna­læknir og sér­fræðingur í krabba­meins­lækningum og blóð­sjúk­dómum barna, sagði þá að lokun Domus Medica muni ekki hafa marktæk áhrif á starfsemi Barna­lækna­þjónustunnar.

„Við náttúr­lega stefnum á að halda á­fram starf­semi og erum að leita fyrir okkur með hentugt hús­næði. Það er ekki alveg komið á hreint hvar það verður en við ætlum okkur bara að halda á­fram,“ sagði Ólafur.