Sér­stakur barna­bóta­auki, sem er liður af að­gerða­pakka ríkis­stjórnarinnar vega kórónu­veirufar­aldursins, á að vera greiddur til allra for­eldra í dag. Flestir hafa þegar fengið bótaukann greiddan en hann er greiddur sam­hliða skatta­upp­gjöri.

Þeir sem fá greiddar tekju­tengdar barna­bætur fá 42 þúsund krónur með hverju barni sínu í dag. Þeir sem fá hins vegar ekki greiddar barna­bætur vegna tekju­skerðingar fá 30 þúsund krónur með hverju barni. Fjár­hæðin skiptist jafnt milli hjóna og sam­búðar­fólks.


Fjöl­skyldur yfir 80 þúsund barna ættu því að fá auka­tékka í dag. Fjár­hæðin telst ekki til skatt­skyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna og honum verður heldur ekki skulda­jafnað á móti opin­berum gjöldum til ríkis­sjóðs, sveitar­fé­laga eða van­greiddum með­lögum.


Ekki þurfti að sækja sér­stak­lega um barna­bóta­aukann heldur var hann liður í heildar­niður­stöðu á­lagningar skattsins í ár.