Linda Ólafsdóttir, Sverrir Norland og Kristín Helga Gunnarsdóttir hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2022 fyrir bækurnar Reykjavík barnanna, Eldhugar: Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu og Ótemjur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn Höfða í gær.
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni, flokki bóka frumsaminna á íslensku, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga.
Um er að ræða elstu barnabókverðlaun landsins, en þau voru fyrst veitt 1973 sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur.