Linda Ólafs­dóttir, Sverrir Nor­land og Kristín Helga Gunnars­dóttir hlutu Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur­borgar 2022 fyrir bækurnar Reykja­vík barnanna, Eld­hugar: Konurnar sem gerðu að­eins það sem þær vildu og Ó­temjur.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verð­launin við há­tíð­lega at­höfn Höfða í gær.

Barnabókaverðlaun Reykja­víkur­borgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ung­menni, flokki bóka frumsaminna á íslensku, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga.

Um er að ræða elstu barnabókverð­laun landsins, en þau voru fyrst veitt 1973 sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykja­víkur.