Barn var tekið með keisara­skurði á Land­spítalanum fyrr í þessum mánuði vegna al­var­legra veikinda móðurinnar af völdum Co­vid. Þetta er fyrsta til­felli þess hér á landi síðan far­aldurinn hófst.

Frá þessu var greint í sjón­varps­fréttum RÚV nú í kvöld.

Sam­kvæmt heimildum RÚV heilsast móður og barni vel. Móðirin var lögð inn á gjör­gæslu­deild Land­spítalans vegna mikilla öndunar­erfið­leika og sett síðar í öndunar­vél.

Í slíkum til­fellum eru notaðar á­kveðnar að­ferðir til þess að bæta loft­skipti sjúk­linga þar sem þeir eru lagðir á grúfu, en eins og gefur að skilja var það ekki hægt í til­felli móðurinnar. Því var tekin sú á­kvörðun að taka barnið með keisara­skurði.

Land­spítalinn hefur ekki viljað tjá sig við frétta­stofu RÚV þegar falast hefur verið eftir því.