Í gær var barn lagt inn á Landspítalann með Covid -19. Þetta er í fyrsta skipti sem barn leggst inn frá því að faraldurinn barst hingað til lands í fyrra. Rúmlega hundrað börn eru smituð af Covid-19 hér á landi sem stendur.

Rúv greindi fyrst frá.

Alls liggja sex einstaklingar með Covid-19 inni á Landspítalanum, þar af tveir í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs sé þetta það sem við getum búist við, svo lengi sem fólk fylgi þeim takmörkunum sem í gangi eru. Meðalaldur inniliggjandi er 59 ára.