Eitt barnanna sem lagðist inn á spítala vegna Covid-19 í september og október var með alvarlega bakteríulungnabólgu. Annað lagðist inn á almenna deild með blóðtappa og hið þriðja með fjölkerfabólgusjúkdóm (MIS-C).

Þetta kemur fram á vef Embættis landlæknis. Á vefnum covid.is má sjá að búið er að bólusetja 61,53 prósent ungmenna á aldrinum 12 til 15 sem mættu í fjöldabólusetningar með seinni skammti af bóluefni Pfizer/BioNTech fyrir fjórum vikum.

40 prósent einstaklinga í einangrun en 15 prósent af íbúum landsins

Fram til dagsins í dag hafa fáar alvarlegar aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningarnar hjá þessum aldurshópi að sögn landlæknis. Eitt tilvik hjartabólgu eftir bólusetninguna hefur verið staðfest á Barnaspítala Hringsins fram til 11. október, engar tilkynningar hafa borist um gollurshússbólgu hjá þessum aldurshópi.  

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Örygg­is­nefnd lyfj­a­stofn­un­ar Evróp­u kom­ist að þeirr­i nið­ur­stöð­u að hjart­a­bólg­a og goll­urs­húss­bólg­a séu hugs­an­leg­ar al­var­leg­ar auk­a­verk­an­ir ból­u­setn­ing­a með ból­u­efn­um sem nýta sér mRNA-tækn­i, líkt og ból­u­efn­i Mod­ern­a og Pfiz­er.

Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru nú 40 prósent einstaklinga í einangrun en eru innan við 15 prósent af íbúum landsins.

Hlutfall innlagna hjá börnum yngri en 16 ára sem greinst hafa með COVID-19 í þessari delta bylgju er þá 0,4 prósent.