Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ellefu leitið í gærkvöld um árekstur í Kópavogi. Þá hafi bíll ekið á barn á rafmagnshlaupahjóli en virðist

barnið hafa sloppið ómeitt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Önnur tilkynning barst um árekstur í sama hverfi klukkan átta. Ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og gisti fangageymslu. Engin meiðsl

urðu á fólki.

Nokkur erill var í hverfi 105 í Reykjavík en Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna og voru lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Þá var tilkynnt um þjófnað á fatnaði úr sameiginlegu þvottahúsi og er gerandi ókunnur.

Fjölgun í covid flutningum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu  hafði í nógu að snúast síðasta sólarhringinn.

„Eftir töluverða fækkun í covid síðustu vikna fengum við smávægilega fjölgun síðasta sólarhring eða 19 flutninga,“ segir á Facebook síðu slökkviliðsins.

Heildarfjöldi flutninga var 132 talsins og þar af þrjátíu og tveir forgangsflutningar

Eitt útkall var á dælubíla slökkviliðsins vegna heitavatnsleka frá eldhúsi. Við komu voru íbúar búnir að skrúfa fyrir koma þannig í veg fyrir frekari tjón.