Frétta­maðurinn og sjón­varps­konan Barbara Walters er látin. Hún lést í nótt á heimili sínu í New York. Barbara var 93 ára gömul þegar hún lést. Hún var frum­kvöðull og einn merki­legasti blaða­maður Banda­ríkjanna. Hún tók við­töl við alla for­seta landsins frá for­seta­tíð Richard Nixon og til Barack Obama. Walters var gift fjórum sinnum, sama manninum tvisvar, og lætur eftir sig eina dóttur sem er 54 ára í dag.

Walters var fyrsta konan til að leiða kvöld­fréttir árið 1976, vann tólf Emmy verð­laun og stofnaði þáttinn The View árið 1997.

Í til­kynningu frá ABC kom fram að hún lést í faðmi ást­vina sinna og að hún hafi lifað lífi sínu án nokkurrar eftir­sjár.

„Hún var braut­ryðjandi ekki bara fyrir kven­kyns blaða­mann, heldur fyrir allar konur,“ sagði Cindi Berger frá CBS í til­kynningu um and­lát hennar.

Hér á vef Insi­der er saman­tekt á eftir­minni­legum og um­deildum við­tölum Walters við einræðisherra, Monicu Lewinsky, Brooke Shields og Turtles skjaldbökurnar.

Fjöl­margir hafa minnst Walters eftir and­lát hennar. Nokkrar kveðjur má sjá hér að neðan.

Oprah segir að hún hefði aldrei átt sjéns án Barböru.

Þáttastjórnendur The View minnast hennar með söknuði en Walters er stofnandi og stýrði þættinum.

David Muir sem stýrir kvöldfréttunum á ABC segir að oft sé orðum eins og brautryðjandi, hetja og átrúnaðargoð kastað fram þegar fólk deyr en að Walters hafi verið allt það.

Monica Lewinsky minnist hennar í nokkrum orðum en Walters var sú sem að tók viðtal við Lewinsky eftir að upp komst um framhjáhald Bill Clinton.

Robin Roberts í þættinum Good Morning America minnist hennar líka.

Hér að neðan má sjá fleiri kveðjur frá bæði samstarfsfólki Walters og þeim sem hún tók viðtal við á sínum langa ferli.