Barba­dos varð í nótt að lýð­veldi á sér­stakri við­hafnar­há­tíð þar sem Elísa­bet Bret­lands­drottning var kvödd og breski sam­bands­fáninn dreginn að húni í höfuð­borginni Brid­get­own.

Meðal gesta sem mættu á há­tíðina sem haldin var í til­efni þessa var Karl Breta­prins og Ri­hanna. Söng­konan var gerð að heiðurs­borgara og titluð þjóð­hetja Barba­dos á at­höfninni.

Karl Breta­prins hélt ræðu á at­höfninni og sagðist sam­gleðjast í­búum Barba­dos. Ræddi hann sér­stak­lega þræla­hald sem er sam­ofið sögu Barba­dos og sagði hann það ljótan blett á mann­kyns­sögunni.

600 þúsund Afríku­búar voru fluttir í þræl­dómi af Bretum til Barba­dos eyjar í Karabíska hafinu árin 1627 og 1833 og neyddir til vinnu á plant­ekrum. 55 ár eru síðan Barba­dos lýsti yfir sjálf­stæði frá Bret­landi en Elísa­bet hefur verið þjóð­höfðingi síðan.

Það breyttist í nótt en Márítanía var síðasta þjóð­ríkið til að losa sig við Elísa­betu á þennan hátt en það gerðist árið 1992. Drottningin er enn þjóð­höfðingi í fimm­tán öðrum ríkjum líkt og Ástralíu, Kanada og Jamaíku.