Sig­ríður Hulda býður sig fram í 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­fé­laganna í Garða­bæ. Sig­ríður Hulda er bæjar­full­trúi í Garða­bæ, vara­for­maður bæjar­ráðs og for­maður skóla­nefndar. Hún býður sig fram í 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæði­fé­laganna i Garða­bæ sem haldið verður 5. mars næst­komandi.

„Ég vil öflugra mann­líf í Garða­bæ, það tengist inn í allar nálganir og mála­flokka; lýð­ræðið, fram­sækni í skipu­lags- og um­hverfis­málum s.s. að­laðandi mið­bæ, tengingar við náttúru, úti­vistar- og menningar­svæði, fram­sækni í skóla­starfi, fjöl­breytt rekstrar­form í þjónustu, hvernig nýtt fjöl­nota í­þrótta­húsi getur skapað ný tæki­færi fyrir allan aldur og mann­lífið. Allt þetta byggir á ráð­vendni í fjár­málum” segir Sig­ríður Hulda í til­kynningu.

Áður hefur Ás­laug Hulda Jóns­dóttir, bæjar­full­trúi í Garða­bæ og for­maður bæjar­ráðs Garða­bæjar. Nú­verandi odd­viti flokksin og bæjar­stjóri Garða­bæjar, Gunnar Einars­son, til­kynnti fyrir ára­mót að hann ætlaði ekki fram aftur.

Bæjarfulltrúi í átta ár

Fram kemur í til­kynningu Sig­ríðar Huldu að hún hafi árið 2014 tekið sæti sem bæjar­full­trúi í Garða­bæ. Þá hafði hún verið for­maður skóla­nefndar Tón­listar­skólans í Garða­bæ kjör­tíma­bilið áður og for­maður Sjálf­stæðis­fé­lags Garða­bæjar um ára­bil.

Síðast­liðin átta ár hefur Sig­ríður Hulda verið bæjar­full­trúi, vara­for­maður bæja­ráðs, for­maður skóla­nefndar, vara­maður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig for­seti bæjar­stjórnar.

Á þessum árum hefur Sig­ríður Hulda komið að fjölda verk­efna í bæjar­málunum, bæði með form­legum og ó­form­legum hætti s.s. að stofna þróunar­sjóð við leik- og grunn­skóla, stýra nefnd um val á að­komu­tákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnu­hópum um menningar­hús í bænum, heilsu­eflandi og barn­vænt bæjar­fé­lag, endur­skoðun ýmissa stefna sem snerta ung­menni, skóla­mál, lýð­ræðis­mál og for­varnir, lagt fram til­lögur í bæjar­stjórn, komið á verk­efninu Betri Garða­bær á­samt öðrum bæjar­full­trúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum.

Nánar er hægt að kynna sér fram­boð hennar á nýjum vef hennar www.sigridur­hulda­jons.is .