„Það er mál í gangi sem verið er að taka upp aftur í Sví­þjóð sem hefur farið alveg gríðar­lega í taugarnar á mér, og ég skil ekki fólk eins og Kristinn Hrafns­son, að voga sér að segja að þetta sé ekki kyn­ferðis­brot,“ segir Birgitta Jóns­dóttir, fyrr­verandi þing­maður Pírata, um mál Juli­ans Ass­an­ge, sem sætir rann­sókn í Sví­þjóð vegna á­sakana um kyn­ferðis­brot. Málið var fellt niður fyrir tveimur árum en hefur nú verið tekið upp að nýju.

Birgitta var til við­tals hjá Harma­gedd­on á X-977 í morgun, þar sem Juli­an Ass­an­ge var meðal annars til um­ræðu, en líkt og kunnugt er hefur Birgitta starfað fyrir Wiki­leaks og þekkir Ass­an­ge.

Sænsk yfir­völd upp­lýstu í síðustu viku um að sak­sóknari þar í landi hafi á­kveðið að hefja rann­sókn á meintum kyn­ferðis­brotum Ass­an­ge að nýju, og sagðist Kristinn Hrafns­son í við­tali hafa hvatt Ass­an­ge til þess að flýja land í kjöl­farið. „Ég hef fylgst með þessu Sví­þjóðar­máli frá upp­hafi, þessu meinta nauðgunar­máli sem er engin nauðgun,“ sagði Kristinn í Silfrinu í apríl. Níu ár eru frá því að fyrstu á­sakanirnar á hendur Ass­an­ge komu fram.

Birgitta segir Kristinn Hrafnsson hafa hagað sér eins og pr-fulltrúa, eða almannatengil, Assange í mörg ár.

Birgitta sagði það bæði ó­á­byrgt að hvetja Ass­an­ge til þess að flýja land, sem og að full­yrða að ekki hafi verið um nauðgun að ræða, og tók það fram að hún hefði per­sónu­lega rætt við Ass­an­ge og um­ræddar konur þegar á­sakanirnar komu fram.

„Ég hef kynnt mér þetta mál mjög mikið í mjög mörg ár. [..] Þetta eru ekki einu konurnar sem Ass­an­ge hefur komið svona fram við. Önnur þeirra var sofandi og var búin að segja við hann í­trekað: ég vil ekki stunda ó­varið kyn­líf. Hún vaknar og hann er með fokking titt­linginn á sér inni í henni og hún spyr: „Hvað ertu með á þér? og hann segir: „Þig.“ -Hvað er það?“ sagði Birgitta.

Birgitta segir að enginn vafi sé á öðru en að um sé að ræða nauðgun. „Hér á Ís­landi væri þetta líka skil­greint sem nauðgun. Ef þú vilt ekki á­kveðna tegund af kyn­lífi, ef hann myndi stinga titt­lingnum á sér inn í rass­gatið á henni eða eitt­hvað.. Það er bara nauðgun og ekkert annað,“ sagði hún. Þessar konur eigi skilið rétt­læti, líkt og aðrir.

„Ég vil að þessar konur fái sinn dag fyrir dóm­stólum [..] Ég get sagt að þetta, sem er skil­greint sem nauðgun, að konum sé stillt upp eins og þær séu ein­hverjar CIA-hórur, finnst mér fyrir neðan allar hellur,“ bætti hún við.

„Ef þetta hefði verið Gilzeneg­ger, hvernig hefði um­ræðan verði þá? Hann hefur hjálpað svo mörgu fólki í líkams­rækt? Hvernig væri það?“