Bára Hall­dórs­dóttir, sem hljóð­ritaði sam­tal sex þing­manna á Klaustri á dögunum, er komin með lög­menn en hún hefur verið boðuð fyrir héraðs­dóm vegna upp­taknanna. Ragnar Aðal­steins­son og Auður Tinna Aðal­bjarnar­dóttir hjá lög­manns­stofunni rétti munu veita Báru að­stoð, að því er segir á vef RÚV

Bára var í fyrra­dag boðuð til þing­halds í Héraðs­dómi Reykja­víkur. Um var að ræða beiðni frá Reimari Péturs­syni, lög­manni fjögurra þing­manna Mið­flokksins. Báru verður í dómnum gert ljóst að hugsan­lega verði höfðað mál gegn henni og að hún gæti þurft að grípa til varna. 

Í fram­haldinu var stofnaður Face­book-hópurinn Takk Bára, sem telur ríf­lega 15 þúsund manns, þar sem fólk hefur lýst sig til­búið til að styrkja Báru fjár­hags­lega fari svo að hún muni sitja uppi með lög­fræði­kostnað eða fjár­sektir. 

Þing­haldið verður háð í Héraðs­dómi Reykja­víkur á mánu­dag.