Bára Hall­dórs­dóttir mun eyða upp­tökunum af Klaustur bar með við­höfn annað kvöld, en henni var ný­verið birtur úr­skurður þar sem henni var gert að eyða um­ræddum upp­tökum. Öllum er vel­komið að taka þátt í at­höfninni á Gauknum klukkan 21. Lög­fræðingar verða Báru innan handar á morgun.

Stofnaður hefur verið við­burður á Face­book þar sem dag­skráin er aug­lýst. Segir þar að lög­fræðingar Báru muni skrá­setja við­burðinn og að Hall­dór Auðar Svans­son flytji opnunar­á­varp fyrir hönd stuðnings­hópsins Takk Bára, en sá hópur telur um 13 þúsund manns. Valdir kaflar upp­tökunnar verði svo kvaddir sér­stak­lega.

„Upp­tökum verður svo eytt með við­höfn og í kjöl­farið er fólki frjálst að grípa í míkró­fóninn, fyrst til að segja eitt­hvað upp­byggi­legt og svo breytist Gaukurinn í alls­herjar kara­oke-partý,“ segir á Face­book. Ó­keypis er inn og til­boð á barnum, meðal annars á kok­teil kvöldsins; Blackout36.

Líkt og fram hefur komst Per­sónu­vernd ný­verið að þeirri niður­stöðu að Bára hefði brotið af sér þegar hún tók upp sam­tal þing­manna Mið­flokksins á síðasta ári. Báru var á sama tíma gert að eyða upp­tökunum. Fjöl­miðlum eða öðrum þeim sem hafa komist yfir upp­tökurnar er ekki gert að eyða þeim.