Innlent

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Bára Halldórsdóttir þarf að gefa skýrslu um upptökurnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir jól.

Enginn sexmenninganna hefur sagt af sér þingmennsku, en tveir fóru í leyfi. Þá voru aðrir tveir reknir úr Flokki fólksins. Mynd/Samsett

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal sex þingmanna á Klaustri á dögunum, hefur verið boðuð til skýrslutöku. Þetta kemur fram í bréfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur sem henni hefur verið sent. Bára steig fram í viðtali í Stundinni á dögunum, að undangenginni mikilli fjölmiðlaumfjöllun um óviðurkvæmileg ummæli þingmannanna í garð ýmissa kvenna, nokkurra karla og minnihlutahópa.

Bréfið sendir Reimar Pétursson fyrir hönd fjögurra einstaklinga, sennilega þingmanna Miðflokksins. Fram kemur í bréfinu að beiðnin um að mæta til vitnaleiðsla megi ekki skilja öðruvísi en svo að dómsmál kunni að verða höfðað gegn Báru.

Bára á að mæta til þingshalds í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 17. desember klukkan 15:15. Í dómsal 101. 

„Hefst þá dansinn,“ skrifar Bára á Facebook-síðu sína í dag.

Í viðtalinu við Stundina í liðinni viku sagðist Bára hafa byrjað að taka upp þegar henni blöskraði ummæli þingmannanna um Freyju Haraldsdóttur, vinkonu sína.

DV hefur eftir Báru í kvöld að hún muni mæta og tala fyrir sínu máli. „Mér finnst þetta ekki sýna þá í góðu ljósi, fjórmenningana.“

Hér er bréfið sem Bára fékk í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Innlent

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Auglýsing

Nýjast

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Auglýsing