Bára Hall­dórs­dóttir, gjörninga­lista­kona, eyðir í kvöld á gjörningi Klaustur­upp­tökunum frá því í nóvember í fyrra þar sem þing­menn Mið­flokks og þá Flokks fólksins náðust á upp­töku níða ýmist sam­starfs­fólk sitt og sam­fé­lags­hópa.

Upptökunum af Klaustur bar var eytt í kvöld. Á myndinni eru líka þær Margrét Erla Maack sem sér um að eldurinn umlyki Báru og lögfræðingur Báru, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem skrásetur viðburðinn.
Fréttablaðið/Ernir
Bára eyðir upptökunum.
Fréttablaðið/Ernir

Hægt er að fylgjast með gjörningnum í beinni á Face­book hér að neðan. Bára segir að með því að eyða upp­tökunum taki hún á­byrgð, og spyr hvort að þing­mennirnir geri slík hið sama?

„Klaustur bar, 20 . nóvember 2018

Kæru fé­lagar, fylgist með mér eyða upp­tökunum af þing­mönnum að ræða opin­skátt um mál sem varða alla. Fylgist með mér eyða upp­tökum sem sýndu raun­veru­lega á­sýnd opin­berra manna og konu, upp­tökum sem urðu upp­hafið að byltingu. Upp­tökum sem mér ber að eyða. Ég tek á­byrgð, hvað með þau?“

Klaustur bar, 20. nóvember 2018. Kæru félagar, fylgist með mér eyða upptökum af þingmönnum að ræða opinskátt um mál sem varða alla. Fylgist með mér eyða upptökum sem sýndu raunverulegu ásýnd opinberra manna og konu, upptökum sem urðu upphafið að byltingu. Upptökum sem mér ber að eyða. Ég tek ábyrgð, hvað með þau?

Posted by Bára Halldórsdóttir on Tuesday, 4 June 2019

Ánægð með viðbrögðin

Bára ræddi upp­tökurnar í dag á per­sónu­legu nótunum, af­leiðingarnar, von­brigðin og þakk­læti hennar í garð ís­lensku þjóðarinnar. Þar sagði hún einnig frá því að hún hafi aldrei hlustað á upp­tökurnar í heild sinni en að hún sé á­nægð með við­brögðin sem hún fékk frá sam­fé­laginu eftir að upp­tökurnar voru birtar.

„Það sem hefur gerst, sem ég er ó­geðs­lega glöð með, er að það er fullt af fólki sem hefur dregist saman, svarað fyrir sig, séð tæki­færi til þess að gera eitt­hvað gott úr, farið á Evrópu­þing. Ég er alveg ó­trú­lega þakk­lát fyrir alla ást­úðina sem ég hef upp­lifað í fram­haldinu,“ sagði Bára fyrr í dag.

Hægt er að horfa á við­talið í heild sinni hér að neðan.