Ósk samgöngustjóra Reykjavíkur um að óheimilt verði að leggja ökutækjum við Eggertsgötu var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.

Í greinargerð sem fylgir segir að bílum hafi verið lagt í götunni með þeim afleiðingum að ökumenn eigi erfitt með að mætast og geti það skapað hættu fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur.

„Hefur þetta verið rætt við íbúa við Eggertsgötu og er þetta gert í sátt við a.m.k. meirihluta þeirra?“ spurði Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.