Manna­nafna­nefnd hefur hafnað beiðni um að taka upp nafnið Elliot sem eigin­nafn. Rit­háttur nafnsins Elliot þykir ekki vera í sam­ræmi við al­mennar ritreglur ís­lensks máls þar sem i er ekki ritað á undan o í ó­sam­settum orðum í ís­lensku.

Því væri að­eins hægt að sam­þykkja rit­háttinn Elliot ef hefð væri fyrir honum hér á landi en þar á meðal er gerð sú krafa að alla­vega fimm­tán manns beri nafnið. Manna­nafna­nefnd taldi ekki vera nægjan­leg hefð hér á landi til að sam­þykkja nafnið sem eigin­nafn og hafnaði því um­sókninni.

Til þess að heimilt sé að sam­þykkja nýtt eigin­nafn þurfa öll skil­yrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um manna­nöfn að vera upp­fyllt. Skil­yrðin eru:

• Eigin­nafn skal geta tekið ís­lenska eignar­falls­endingu eða hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli.

• Nafnið má ekki brjóta í bág við ís­lenskt mál­kerfi.

• Það skal ritað í sam­ræmi við al­mennar ritreglur ís­lensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rit­hætti þess.

• Eigin­nafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafn­bera til ama.