Þing­menn í Ala­bama í Banda­ríkjunum hafa sam­þykkt nýtt frumvarp sem banna þungunar­rof í öllum til­vikum nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Um er að ræða ströngustu lög­gjöfina hvað varðar þungunar­rof í Banda­ríkjunum og verður ekki lengur veitt undan­þága þegar konum hefur verið nauðgað eða þær beittar kyn­ferðis­legu of­beldi af ættingja. Sam­kvæmt lögunum gætu læknar átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsis­dóm fyrir að reyna að fram­kvæma þungunar­rof á nokkrum tíma þungunar og 99 ára dóm fyrir að fram­kvæma slíka að­gerð. Konu sem fer í slíka að­gerð verður þó ekki refsað.

25 öldunga­deildar­þing­menn sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Áður hafði það verið sam­þykkt í neðri deild þingsins sem 74 at­kvæðum gegn þremur.

Sam­tök kvenna í Banda­ríkjunum hafa sagt bannið ekki í sam­ræmi við stjórnar­skrá og að það sé að­eins lagt fram til að kalla fram stuðning við fram­bjóð­endur í for­seta­kosningunum á næsta ári sem eru á móti þungar­rofi.

Myrkur dagur fyrir konur í Alabama

Sta­ci Fox sem er yfir Planne­d Parent­hood í suð­austur­hluta Banda­ríkjanna sagði að „það væri myrkur dagur fyrir konur í Ala­bama og um allt land“. Í yfir­lýsingu sagði hún að stjórn­mála­menn í Ala­bama myndu „það sem eftir er lifa við skömm fyrir þessa at­kvæða­greiðslu og að allar konur myndu vita hver bæri á­byrgð á þessari á­kvörðun“.

Demó­kratinn og öldunar­deilda­þing­maðurinn Bobby Sin­g­let­on sagði að frum­varpið gerði lækna að glæpa­mönnum og að það væri til­raun til að „segja konum til um hvað þær eigi að gera við líkama sinn“. Áður en um­ræður hófust á þingi um frum­varpið sagði demó­kratinn Rod­ger Smit­her­man: „Við erum að segja 12 ára stúlku sem er ó­létt eftir nauðgun og kyn­ferðis­lega mis­notkun, að hún eigi ekkert val.“

Vilja rengja Roe v. Wade

Repúblikaninn Terri Collins, einn þeirra sem studdi frum­varpið sagði um frum­varpið „Frum­varpið segir að barn í móður­lífi sé manneskja.“ Að­gerðarinnar sem eru á móti þungunar­rofi vona að lögin muni koma til með að rengja tíma­móta hæsta­réttar­dóm frá árinu 1973, Roe v. Wade, sem leiddi fóstur­eyðingar í lög í Banda­ríkjunum.

Frum­varpið fer nú til ríkis­stjóra Ala­bama, Kay Ivey, til undir­ritunar og stað­festingar. Ekki er enn ljóst hvort hún muni skrifa undir það en hún hefur yfir­leitt verið talin mikill and­stæður þungunar­rofs. Ef Ivey undir­ritar og stað­festir lögin verða þau ein af 300 lögum sem vefengir rétt kvenna til þungunar­rofs í Banda­ríkjum. Slík lög hafa verið inn­leidd í 16 af 50 ríkjum Banda­ríkjanna á þessu ári.

Greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.