Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýtt frumvarp sem banna þungunarrof í öllum tilvikum nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Um er að ræða ströngustu löggjöfina hvað varðar þungunarrof í Bandaríkjunum og verður ekki lengur veitt undanþága þegar konum hefur verið nauðgað eða þær beittar kynferðislegu ofbeldi af ættingja. Samkvæmt lögunum gætu læknar átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm fyrir að reyna að framkvæma þungunarrof á nokkrum tíma þungunar og 99 ára dóm fyrir að framkvæma slíka aðgerð. Konu sem fer í slíka aðgerð verður þó ekki refsað.
25 öldungadeildarþingmenn sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Áður hafði það verið samþykkt í neðri deild þingsins sem 74 atkvæðum gegn þremur.
Samtök kvenna í Bandaríkjunum hafa sagt bannið ekki í samræmi við stjórnarskrá og að það sé aðeins lagt fram til að kalla fram stuðning við frambjóðendur í forsetakosningunum á næsta ári sem eru á móti þungarrofi.
Myrkur dagur fyrir konur í Alabama
Staci Fox sem er yfir Planned Parenthood í suðausturhluta Bandaríkjanna sagði að „það væri myrkur dagur fyrir konur í Alabama og um allt land“. Í yfirlýsingu sagði hún að stjórnmálamenn í Alabama myndu „það sem eftir er lifa við skömm fyrir þessa atkvæðagreiðslu og að allar konur myndu vita hver bæri ábyrgð á þessari ákvörðun“.
Demókratinn og öldunardeildaþingmaðurinn Bobby Singleton sagði að frumvarpið gerði lækna að glæpamönnum og að það væri tilraun til að „segja konum til um hvað þær eigi að gera við líkama sinn“. Áður en umræður hófust á þingi um frumvarpið sagði demókratinn Rodger Smitherman: „Við erum að segja 12 ára stúlku sem er ólétt eftir nauðgun og kynferðislega misnotkun, að hún eigi ekkert val.“
Vilja rengja Roe v. Wade
Repúblikaninn Terri Collins, einn þeirra sem studdi frumvarpið sagði um frumvarpið „Frumvarpið segir að barn í móðurlífi sé manneskja.“ Aðgerðarinnar sem eru á móti þungunarrofi vona að lögin muni koma til með að rengja tímamóta hæstaréttardóm frá árinu 1973, Roe v. Wade, sem leiddi fóstureyðingar í lög í Bandaríkjunum.
Frumvarpið fer nú til ríkisstjóra Alabama, Kay Ivey, til undirritunar og staðfestingar. Ekki er enn ljóst hvort hún muni skrifa undir það en hún hefur yfirleitt verið talin mikill andstæður þungunarrofs. Ef Ivey undirritar og staðfestir lögin verða þau ein af 300 lögum sem vefengir rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjum. Slík lög hafa verið innleidd í 16 af 50 ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári.