Innlent

Banna síma og snjallúr í skólanum

Grunnskóli Húnaþings vestra hyggst banna notkun snjalltækja í skólanum. Sömu reglur gilda um nemendur og starfsfólk.

Snjalltæki verða úr sögunni í grunnskóla Húnaþings vestra. Fréttablaðið/Getty

Grunnskóli Húnaþings vestra hyggst banna notkun farsíma og snjallúra í tímum og frístund. Ástæðan er ný persónuverndarlög, auk þess sem skólinn segir að vísbendingar séu um að símar geri nemendum ógagn í námi og félagslegum samskiptum.

Þetta kemur fram á heimasíðu skólans, en Feykir greindi fyrst frá.

„Persónuverndarlög gera mjög strangar kröfur til skóla að myndbirtingar eða myndskeið verði ekki tekin án vitundar og samþykkis. Vandséð er hvernig starfsfólk skólans getur framfylgt þessum lögum ef nemendur og starfsfólk eru með síma í frímínútum eða tímum,“ segir á vef skólans. 

Þá er vísað til lokaverkefnis Hrafnhildar Rósu Valdimarsdóttur frá árinu 2017, þar sem segir að vísbendingar séu um ógagn í námi og félagslegum samskiptum.

„Þar kemur meðal annars fram að unglingar kjósa heldur að eiga í samskiptum á samskiptasíðum og spjallborðum en maður á mann. Mörgum þeirra finnst þeir eiga auðveldara með að tjá tilfinningar sínar og ræða um viðkvæm málefni í gegnum netið, telja jafnvel að samskipti þeirra við vini séu betri og nánari á þann hátt.“ 

Því sé það trú skólans að það sé skynsamlegt, nemendum fyrir bestu og námslega og félagslega nauðsynlegt að þeir fái andrými án síma á skólatíma og í frístund. Sömu reglur muni gilda um starfsfólk innan um nemendur. Stefnan verður tekin til umræðu í nemendaráði, skólaráði og fræðsluráði. 

Sambærileg tillaga lögð fram í borginni 

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lagði sambærilega tillögu fram á borgarstjórnarfundi í mars síðastliðnum. Allir borgarfulltrúar, nema Sveinbjörg, greiddu atkvæði gegn tillögunni, eða fjórtán á móti einum.

Sveinbjörg lagði að sama skapi mikla áherslu á snjallsímabann í kosningabaráttu sinni til borgarstjórnar Reykjavíkur, en hafði ekki erindi sem erfiði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Innlent

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Auglýsing

Nýjast

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Yfir­völd tryggja rekstur Lýð­há­skólans á Flat­eyri

Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Auglýsing