Fyrir­tækið Youtu­be hefur á­kveðið að taka niður rásir hjá nokkrum á­hrifa­völdum sem tala gegn bólu­setningum. Áður hafði fyrir­tækið á­kveðið að banna dreifingu mis­vísandi upp­lýsinga um Co­vid-19 bólu­efni en hafa nú víkkað reglu­gerðina til að ná yfir öll bólu­efni.

Meðal þess sem hefur verið fjar­lægt af Youtu­be eru rásir Joseph Mercola og Robert F. Kenne­dy yngri, en sér­fræðingar telja þá hafa átt hlut í því að hlut­fall bólu­settra hefur minnkað í Banda­ríkjunum á undan­förnum árum, sam­kvæmt frétt frá The Was­hington Post.

Í reglu­gerðinni segir að Youtu­be muni fjar­lægja öll mynd­bönd þar sem því er haldið fram að bólu­efni sem vottuð hafa verið af heil­brigðis­yfir­völdum virki illa eða séu hættu­leg.

Joe Biden for­seti Banda­ríkjanna sagði í sumar að sam­fé­lags­miðlar væru að hluta til á­byrgir fyrir dreifingu mis­vísandi upp­lýsinga og þyrftu að gera meira til að bregðast við vanda­málinu.