Sænska ríkis­stjórnin hefur á­kveðið að banna skuli notkun rafskúta á göngu­stígum Sví­þjóðar frá og með 1. septem­ber. Sænska ríkis­sjón­varpið greinir frá þessu.

Rafskútur sem keyra of hratt á göngu­stígum hefur verið mikið vanda­mál í mörgum sænskum borgum, að sögn Tomas Eneroth, inn­viða­ráð­herra.

Áður hafði ríkis­stjórnin reynt að minnka notkun á rafskútum á göngu­stígum með því að sekta not­endur sem lögðu skútunum sínum á göngu­stígum, það virðist ekki hafa virkað og því er gripið til þessa ráð­stafana.

Reglurnar taka gildi 1. septem­ber, hver sem keyrir rafskútu á göngu­stígum eftir það á von á sekt.

Stjórnandi einnar stærstu raf­skútu­leigu, August Svend­en­stedt, gagn­rýndi á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar. Hann segir regluna vera tekna of fljótt í gagnið og borgir og bæir hafi ekki tíma til þess að bregðast við banninu með því að gera hjóla­stíga.