Yfir­völd í Sam­bíu hafa tekið orku­drykkinn Power Natur­al High Ener­gy Drin­k SX úr verslunum og bannað eftir að upp komst að í drykknum væri að finna efni sem veldur stinningu karl­manna.

Á­kvörðunin var tekin eftir að karl­maður frá Úganda greindi frá því að hann hafi verið með stand­pínu í nokkrar klukku­stundir eftir að hafa inn­byrt drykkinn. 

Í kjöl­farið komust heil­brigðis­yfir­völd í Úganda að því að í drykknum væri að finna Sild­enafil Citrata, virkt efni í stinningar­lyfinu Viagra. 

BBC hefur eftir blaða­manninum Kenne­dy Gondwe að eftir­spurn eftir drykknum hafi aukist til muna eftir að í ljós kom hver á­hrif hans væru. 

Drykkurinn er fram­leiddur í Sam­bíu og fluttur til annarra landa í Afríku, til dæmis Úganda, Malaví og Simba­b­ve.