Yfirvöld í Wuhan í Kína hafa nú bannað neyslu á kjöti villtra dýra. Tilkynnt var um þetta í dag og er fjallað um á vef bresku fréttaveitunnar The Independent.

Bannið mun gilda í fimm ár.

Kórónaveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum á líklegast uppruna sinn að rekja til kjötmarkaðar í Wuhan-borg. Markaðurinn er svokallað „blautur“ markaður sem vísar í blóðpollana á gólfinu. Þar er dýrum slátrað og kjöt selt og er ekki gætt að nauðsynlegu hreinlæti. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (e. WHO) telur að slíkir markaðir séu gróðrarstía fyrir veirur.

Borgaryfirvöld stefna einnig á að gera borgina að dýraathvarfi og náttúruverndarsvæði. Bannað verður að veiða villt dýr nema í tilfellum sem snúa að rannsóknum, stýringu dýrafjölda og eftirliti á veirusjúkdómum.

Strangar reglur verða settar um dýraræktun, þá sérstaklega með villt dýr, og verður ekki leyfilegt að rækta villt dýr til manneldis.

Bannið mun gilda í fimm ár.
Fréttablaðið/Getty images