Justin Trudeau og ríkisstjórn hans hefur lagt fram tillögu að nýjum lögum sem banna myndu sölu og kaup á skammbyssum í Kanada. Eignarhald á skammbyssum verður þó ekki afnumið en verði lögin staðfest mun sala og kaup á slíkum vopnum verða ólögleg.

Þetta kemur fram á vef BBC en lagabreytingin kemur fram aðeins nokkrum dögum eftir að banvæn árás átti sér stað í Uvalde, Texas í Bandaríkjunum.

„Byssur aðrar en þær sem ætlaðar eru til veiða eða íþrótta eiga ekkert erindi við daglegt líf fólks“ sagði Trudeau við blaðamenn

Þrátt fyrir að byssur séu mjög vinsælar í Kanada er eignarhald þeirra þó ekki verndað í stjórnarskrá landsins. Kanada hefur nú þegar mun strangari lög hvað varðar eignarhald á skotvopnum en þau sem tíðkast í Bandaríkjunum.

Þar í landi hafa þó skotárásir einnig átt sér stað en sú síðasta var í apríl 2020 þegar byssumaður banaði 22 í Nova Scotia.