Justin Trudeau og ríkisstjórn hans hefur lagt fram tillögu að nýjum lögum sem banna myndu sölu og kaup á skammbyssum í Kanada. Eignarhald á skammbyssum verður þó ekki afnumið en verði lögin staðfest mun sala og kaup á slíkum vopnum verða ólögleg.
Þetta kemur fram á vef BBC en lagabreytingin kemur fram aðeins nokkrum dögum eftir að banvæn árás átti sér stað í Uvalde, Texas í Bandaríkjunum.
„Byssur aðrar en þær sem ætlaðar eru til veiða eða íþrótta eiga ekkert erindi við daglegt líf fólks“ sagði Trudeau við blaðamenn
In case you missed it: We introduced legislation earlier today that, if passed in Parliament, will further strengthen Canada’s gun control laws. For more on what that means and why we’re taking these steps, watch this video and click this link: https://t.co/BYcdjI2mHe pic.twitter.com/2slVfkm6gY
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) May 31, 2022
Þrátt fyrir að byssur séu mjög vinsælar í Kanada er eignarhald þeirra þó ekki verndað í stjórnarskrá landsins. Kanada hefur nú þegar mun strangari lög hvað varðar eignarhald á skotvopnum en þau sem tíðkast í Bandaríkjunum.
Þar í landi hafa þó skotárásir einnig átt sér stað en sú síðasta var í apríl 2020 þegar byssumaður banaði 22 í Nova Scotia.