Banka­sýsla ríkisins mætir á opinn fund hjá stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd Al­þingis föstu­daginn 2. desember. Fundar­efnið er skýrsla Ríkis­endur­skoðunar um sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka.

Í til­kynningu frá Al­þingi kemur fram að gestir fundarins verða Jón Gunnar Jóns­son for­stjóri Banka­sýslu ríkisins, Lárus L. Blön­dal stjórnar­for­maður stjórnar Banka­sýslu ríkisins, Óttar Páls­son lög­maður hjá Logos og Maren Alberts­dóttir lög­maður hjá Logos.

Fundurinn verður opinn full­trúum fjöl­miðla og al­menningi meðan hús­rúm leyfir. Bein út­sending verður frá fundinum á vef Al­þingis og á sjón­varps­rás Al­þingis. Fundurinn hefst kl. 10:30 og stendur til 12:00

Stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd hefur fundað með ýmsum aðilum um sölu­ferlið og sölu bankans. Í dag voru Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, og Lilja D. Al­freðs­dóttir, við­skipta- og menningar­ráð­herra á fundi nefndarinnar.