Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis föstudaginn 2. desember. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Í tilkynningu frá Alþingi kemur fram að gestir fundarins verða Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins, Lárus L. Blöndal stjórnarformaður stjórnar Bankasýslu ríkisins, Óttar Pálsson lögmaður hjá Logos og Maren Albertsdóttir lögmaður hjá Logos.
Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis. Fundurinn hefst kl. 10:30 og stendur til 12:00
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fundað með ýmsum aðilum um söluferlið og sölu bankans. Í dag voru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Lilja D. Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra á fundi nefndarinnar.