Starfs­fólki í Arion banka, Lands­bankanum og Ís­lands­banka, þremur stærstu við­skipta­bönkum landsins, hefur fækkað um þrettán­hundruð frá árinu 2011. Þá er ó­talin fækkun starfs­manna í öðrum fjár­mála­fyrir­tækjum lands­manna sem er all­nokkur, og á­hrifin af falli spari­sjóðanna.

Fáar, ef nokkrar, starfs­greinar hafa horft á eftir jafn mörgu fólki úr faginu á síðustu árum. Í Lands­bankanum einum á síðasta ári, fækkaði um hundrað manns.

„Þetta er al­þjóð­leg þróun, kúnninn er farinn að taka við starfi banka­fólks í meira mæli,“ segir Ari Skúla­son, for­maður Sam­bands starfs­manna í fjár­mála­fyrir­tækjum (SSF), en hann hefur horft á þessa þróun um ára­bil.

„Bankarnir yfir­tóku spari­sjóðs­kerfið. Þar töpuðu þúsund manns starfinu á þessum tíma og sú tala má ekki gleymast í þessari saman­tekt“

Hana má ekki að­eins rekja til hag­ræðingar og tækni­fram­fara, en banka­þjónusta fer nú að stærstum hluta fram í heima­bönkum og net­þjónustu, heldur hefur lands­lagið í greininni breyst til muna frá því um og upp úr alda­mótum. Svo dæmi sé tekið þá er spari­sjóðs­kerfið horfið.

„Bankarnir yfir­tóku spari­sjóðs­kerfið. Þar töpuðu þúsund manns starfinu á þessum tíma og sú tala má ekki gleymast í þessari saman­tekt,“ segir Ari.

Hann segir miklu færra starfs­fólk vera að veita að minnsta kosti sömu þjónustu og áður og að af­koma á hvern starfs­mann hafi aukist veru­lega.

„Starfs­fólk er að hlaupa hraðar, miklu hraðar, sem hefur sínar af­leiðingar til lengri tíma,“ segir Ari Skúla­son, for­maður SSF.