Í rann­sóknar­skýrslu banda­rísku ríkis­stjórnarinnar á morðinu á blaða­manninum Jamal Khas­hoggi kemur fram að krón­prins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salam, hafi veitt sam­þykki sitt fyrir því að Khas­hoggi yrði annað­hvort ráðinn af dögum eða tekinn fastur.

„Við byggjum þetta mat okkar á valdi krón­prinsins í heima­landinu og að­komu hans að allri á­kvörðunar­töku þar, þátt­töku náinna ráð­gjafa Mohammads bin Salmans og öryggis­liða í að­gerðinni og loks stuðning krón­prinsins í gegnum tíðina á að beita of­beldis­fullum að­gerðum til að þagga niður í and­ófs­mönnum sínum að utan,“ segir í skýrslunni.

Því er haldið fram að bin Sal­man fari með allt vald yfir sádi-arabísku leyni­þjónustunni.

Blaðamaðurinn Jamal Khas­hoggi var myrtur í Tyrklandi árið 2018.
Fréttablaðið/Getty

Ríkis­stjórn Joe Biden kynnti skýrsluna fyrir þinginu í dag áður en hún var gerð opin­ber. Hún hefur lengi verið til og byggist að mestu á rann­sóknar­vinnu Leyni­þjónustu Banda­ríkjanna (CIA) frá árinu 2018 rétt eftir að morðið var framið.

Khas­hoggi hafði verið bú­­settur í Banda­­ríkjunum um nokkurn tíma þar sem hann skrifaði meðal annars fyrir Was­hington Posr. Hann var í Tyrk­landi þegar hann var myrtur árið 2018. Khas­hoggi fór á ræðis­­skrif­­stofuna um­­ræddan dag til þess að sækja pappíra fyrir væntan­­lega giftingu. Hann sást ekki aftur eftir það.

Sádar hafa þver­tekið fyrir að hafa orðið Khas­hoggi að bana en viður­­kenndu að lokum að hann hafi látist á skrif­­stofunni, en sögðu það hafa verið af slys­­förum. Rann­­sókn tyrk­neskra yfir­­valda leiddi í ljós að sundur­limuðum líkams­­­leifum hans hafi verið hellt niður niður­­­fall eftir að hafa verið leystar upp í sýru.