Bretar og Banda­ríkja­menn hafa nú hafið brott­flutning starfs­fólks síns og hafa beint þeim skila­boðum til fjöl­skyldna erind­reka og opin­berra starfs­manna þeirra í Kíev að koma sér heim.

Tilkynning Bandaríkjamanna kemur í kjölfar viðræðna utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, Antony Blinken, og utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, á föstudag en tilgangur þeirra var að létta á spennu á milli Úkraínu og Rússa eftir að fram hafa komið ásakanir um mögulega innrás Rússa. Viðræðurnar virðast að sögn AP ekki hafa skilað miklu en utanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna ítrekar þó í yfirlýsingu um brottför þeirra að sendiráðið verður enn opið og starfandi. Ekki er verið að kalla alla heim.

Fram kemur í um­fjöllun BBC að Banda­ríkja­menn telji að inn­rás Rússa geti hafist hve­nær sem er. Rússar hafa þó þver­neitað fyrir það að vera með nokkurra á­ætlun um að ráðast þar inn og utan­ríkis­ráð­herra Rússa hafnaði slíkum yfir­lýsingum í gær og að Yev­heni­y Mura­yev ætti að leiða slíka stjórn.

Mura­yev hefur einnig neitað fyrir að slíkar til­lögur væru „fá­rán­legar“ og benti á að honum hefur verið meinaður að­gangur til Rúss­lands frá því 2018.

Banda­rísk yfir­völd hafa einnig ráð­lagt fólki frá því að ferðast til bæði Banda­ríkjanna og Úkraínu og sagt banda­ríska þegna í hættu á of­sóknum.

Evrópu­sam­bandið hefur á sama tíma sagt að þau ætli ekki að kalla sitt starfs­fólk heim.