Daði Guð­jóns­son, fag­stjóri Fag­stjóri neyt­enda­markaðs­setningar hjá Ís­lands­stofu, segir að á­kvörðun yfir­valda um bólu­settir ein­staklingar bú­settir utan Schen­gen-svæðisins megi koma til landsins hefur á­hrif á á­huga ferða­manna.

„Við fundum alla­vega meiri með­byr og auknum á­huga hjá ferða­mönnum á þessum svæðum,“ segir Daði.

Að hans sögn er aðal­for­senda meiri fyrir­sjáan­leiki bæði á Ís­landi og er­lendis. Tíma­setningar varðandi hve­nær fólk verður bólu­sett skipta þar miklu máli.

„Markaðs­að­gerðir eru í gangi í Bret­landi. Við fórum af stað þegar við sáum aukningu í bókunum þaðan í kjöl­far yfir­lýsingar stjórn­valda þar um næstu skref. Tvær vikur, það var komin rúm­lega milljón á­horf á mynd­böndin eftir eina og hálfa viku og 600 þúsund við­brögð frá not­endum á sam­fé­lags­miðlum. Gefur til kynna að það sé mikill á­hugi á á­fanga­staðnum meðal okkar mark­hóps,“ segir Daði.

Ís­lands­stofa fram­kvæmdi í síðasta mánuði neyt­enda­könnun í Banda­ríkjunum, Kanada, Bret­landi, Þýska­landi, Dan­mörku, Sví­þjóð og Frakk­landi. Alls voru 1000 svar­endur frá hverju landi sem eru virkir ferða­menn og meðal eða hærri tekjur og menntun.

Sjá má auglýsingu Íslandsstofu neðst í fréttinni.
Ljósmynd/skjáskot

„Banda­ríkja­menn eru sam­kvæmt okkar nýjustu greiningum já­kvæðastir við að ferðast til Ís­lands. Aðal­fyrir­staðan hefur verið ó­vissa með landa­mæri og hve­nær hægt sé að ferðast. Núna þegar það er greiðara að­gengi/meiri fyrir­sjáan­leiki að þá eru komnar nýjar for­sendur ein­mitt fyrir okkur að sækja með sölu­miðaðari skila­boð. En við erum líka búin að vera með stöðugar að­gerðir til að byggja upp og við­halda á­huga s.s. Let it out og Joyscroll her­ferðir. Við erum einnig í markaðs­að­gerðum á breiðari grund­velli þar sem við erum virk í al­manna­tengslum á lykil­mörkuðum, á sam­fé­lags­miðlum, sinnum við­skipta­tengslum og fleira,“ segir Daði.

Sam­kvæmt neyt­enda­könnuninni vildi 9 til 13 prósent af mark­hóps Ís­lands­stofu í Bret­landi og Banda­ríkjunum ferðast til Ís­lands á næstu 12 mánuðum.

„Það var þegar ytri landa­mæri Schen­gen voru lokuð gagn­vart þessum löndum þannig að það verður á­huga­vert að sjá hvaða á­hrif þessi tíðindi hafa um að við getum farið að taka á móti þeim sem eru bólu­settir,“ segir Daði og bætir við að heilt yfir er Ís­lands með góða stöðu. „Ferða­á­huginn er að fara af stað og þetta er byrjað að kippa að­eins meira í en það hefur gert áður. En þó það sé aug­lýst núna er fólk að bóka ferðir næsta haust,“ segir Daði.

Heimild:Íslandsstofa

Flestir treysta Íslandi til að takast á við COVID-19

Ís­land hefur skapað sér sterka í­mynd hvað við kemur við­brögðum yfir­valda við Co­vid samkvæmt könnun Íslandsstofu er

„Sam­kvæmt könnun sem var lögð fyrir í febrúar þá sögðust flestir treysta Ís­landi best til að takast á við Co­vid. Það eru ó­tví­ræðir hags­munir okkar allra, þá ekki síst ferða­þjónustunnar, að við­halda þessari sterku í­mynd,“ segir Daði.

Daði segir eldgosið vera valda aukinni umfjöll um Ísland erlendis
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Spurður um hvort Ís­lands­stofa merkir aukna at­hygli á Ís­landi eftir eld­gosið um helgina segir hann svo vera.

„Það er aukin at­hygli í um­fjöllun í er­lendum miðlum þannig það hefur vissu­lega vakið at­hygli. Við erum með vöktun í gangi á um­fjallanir og erum að svara fullt af er­lendum fyrir­spurnum um þetta,“ segir Daði.