Sótt­varna­yfir­völd í Banda­ríkjunum hafa nú fært Ís­land í efsta hættu­flokk, númer fjögur, þar sem Banda­ríkja­menn eru hvattir til þess að ferðast ekki til Ís­lands. Sex öðrum löndum var á sama tíma bætt við listann sem er nokkuð langur, en það eru Arúba, Eswatini, Frakk­land, Franska Pólýnesía, Ísrael og Taí­land. Sjá hér.

Í leið­beiningum á vef banda­rískra sótt­varna­yfir­valda segir að ferða­menn eigi að forðast ferða­lög til Ís­land en ef þau þurfi að fara þangað eigi þau að tryggja að þau séu full­bólu­sett.

Ís­land var fært í næst­hæsta­flokk í síðustu viku. Þá sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar að hann teldi ekki að þetta myndi hafa á­hrif á ferða­þjónustuna.