Kent bóka­safnið í Michigan ríki hefur opin­ber­lega biðlað til fólks um að hætta að setja bækur í ör­bylgju­ofninn til þess að reyna „drepa“ kórónu­veiruna.

„Við minnum á að KDL [Kent District Libary] setur allar bækur í 72 tíma sótt­kví eftir út­lán,“ segir í færslu bóka­safnsins á Face­book en fjöl­margar bækur hafa skemmst eftir ferð í ör­bylgjuna.

Allar bækur bóka­safnsins eru með rafalds­kenni merki (e. Radio-frequ­en­cy i­dentifi­cation) sem er auð­kennis­merki sem sendir frá sér út­varps­bylgju. Þegar slík merki fara í ör­bylgjuna kviknar í þeim.

Sam­kvæmt CNN héldu sam­tök bóka­safna í Banda­ríkjunum vef­nám­skeið með David Berendes, sótt­varna­læknir hjá mið­stöð sjúk­dóma­eftir­lits og sjúk­dóma­varna, þar sem farið var yfir sótt­varnir á bókum.

Á því nám­skeið kom meðal annars fram að ef veiran væri á bókum væri hún í mjög litlu magni og myndi deyja hratt. Því væri nóg að láta bækurnar standa ó­snertar í 72 tíma.

Margar bækurnar eru ansi illa farnar.
LJósmynd/skjáskot

Reminder that KDL will quarantine returned materials for 72 hours. The pictures below show what will happen, when you...

Posted by Kent District Library - Plainfield Township Branch on Thursday, June 18, 2020