Bandaríkjamenn, sem reyna nú að fá blaðamanninn Juilan Assange framseldan frá Bretlandi til Bandaíkjanna, hafa lagt fram 17 nýjar ákærur gegn Assange, sem er einn af stofnendum WikiLeaks.

Dómsmálayfirvöld hafa lagt ákæurnar fram en þær varða meintar ólöglegar tilraunir hans til að verða sér út um og birta leynileg gögn sem varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann er sakaður um að hafa með því brotið lög gegn njósnum.

Assange var handtekinn 11. apríl en hann hélt til í sendiráði Ekvador í London í tæplega sjö ár.

Svíar hafa líka viljað fá Assange framseldan vegna ákæru fyrir kynferðisbrot þar í landi.