Banda­ríkja­her hefur hafið brott­flutning her­manna frá norður­hluta Sýr­lands og greiða þar með leiðina fyrir árás tyrk­neska hersins gegn her­liði Kúrda, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Um er að ræða stefnu­breytingu hjá banda­rískum yfir­völdum sem til­kynnt var eftir sam­ræður Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta og Recep Tayyip Erdogan, Tryk­lands­for­seta í gær­kvöldi. Banda­ríkja­menn hafa hingað til haldið hlífis­skildi yfir her­liði Kúrda, sem hafa verið þeirra helstu banda­menn í bar­áttuni gegn ISIS.

Tals­maður SDF, hóps Kúrda, saka Banda­ríkin um að um­turna lands­hlutanum þar með í stríðs­svæði. Taka þeir fram að þeir muni verja lands­svæði sitt í norð­austur­hluta Sýr­lands sama hvað það taki. Kúrdar hafa lengi verið þyrnir í augum Tyrkja, sem hafa hópinn á lista yfir hryðju­verka­hópa.

Að því er fram kemur í frétt Guar­dian er á­kvörðunin tekin af Trump í al­gjörri and­stöðu við þær ráð­leggingar sem helstu sér­fræðingar í utan­ríkis­stefnu Banda­ríkja­manna hafa ráð­lagt honum. Þá voru banda­rískir erind­rekar ekki látnir vita og banda­menn í Bretum og Frökkum því með enga hug­mynd um stefnu­breytinguna.

Sér­fræðingar hafa varað við því að yfir­gefi Banda­ríkja­menn svæðið geti það leitt til enn harðari á­taka á svæðinu sem gæti jafn­vel ýtt Kúrdum út í að sækja stuðnings til Bashar al-Assad, Sýr­lands­for­seta.