Bandaríkin munu tryggja öryggi Svíþjóðar á meðan hugsanleg umsókn Svía um aðild að Nató er til meðferðar.
Þetta sagði Ann Linde, utanríkisráðherra Svía, eftir fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær.
Finnar eins og Svíar íhuga nú alvarlega að sækja um aðild að Nató í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Linden segir Bandaríkjamennina hafa lýst miklum áhuga á inngöngu þjóðanna.
Í gær greindu Finnar frá því að rússneskri herþyrlu hefði verið flogið í leyfisleysi fjóra til fimm kílómetra inn í lofthelgi Finnlands.
Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði í gær dönsku þjóðina sem 4. maí minnist þess að hafa losnað undan hernámi Þjóðverja. „Þegar þið tendrið ljósin í þetta sinn bið ég ykkur að minnast barnanna í Úkraínu,“ brýndi Selenskíj fyrir Dönum.