Banda­ríkin munu tryggja öryggi Sví­þjóðar á meðan hugsan­leg um­sókn Svía um aðild að Nató er til með­ferðar.

Þetta sagði Ann Linde, utan­ríkis­ráð­herra Svía, eftir fund með Antony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, í gær.

Finnar eins og Svíar í­huga nú al­var­lega að sækja um aðild að Nató í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkraínu. Linden segir Banda­ríkja­mennina hafa lýst miklum á­huga á inn­göngu þjóðanna.

Í gær greindu Finnar frá því að rúss­neskri her­þyrlu hefði verið flogið í leyfis­leysi fjóra til fimm kíló­metra inn í loft­helgi Finn­lands.

Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, á­varpaði í gær dönsku þjóðina sem 4. maí minnist þess að hafa losnað undan her­námi Þjóð­verja. „Þegar þið tendrið ljósin í þetta sinn bið ég ykkur að minnast barnanna í Úkraínu,“ brýndi Selenskíj fyrir Dönum.