Joe Biden Banda­ríkja­for­seti flutti ræðu frá Was­hington á Öryggis­ráð­stefnunni í München í gær þar sem hann til­kynnti að ein­angrunar­stefna for­vera hans Donald Trump heyrði sögunni til. Banda­ríkin væru komin aftur til leiks og þyrftu að sanna fyrir heims­byggðinni að lýð­ræði væri ekki liðið undir lok, þrátt fyrir að ráðist hefði verið gegn því, bæði í Banda­ríkjunum og í Evrópu.

For­setinn sagði að nú stæði yfir bar­átta um fram­tíð stjórnar­fars heimsins, milli ein­veldis og lýð­ræðis um bestu leiðina til að mæta þeim á­skorunum sem fyrir mann­kyninu standa.

Biden vill styrkja sam­starf við banda­lags­ríki til að mæta upp­gangi Rúss­lands og Kína á sviði al­þjóða­mála en ný­lega undir­ritaði Evrópu­sam­bandið fjár­festinga við kín­versk stjórn­völd . Vilja leið­togar þess styrkja sam­skiptin við Kína, einkum er varðar við­skipti.