Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að Bandaríkjastjórn ætlaði að slíta öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (e. WHO).

Trump hélt blaðamannafund í Rósargarði Hvíta hússins þar sem hann sagði að Kínverjar hefðu lagt undir sig stofnunina. Forsetinn sagði Kínverja bera ábyrgð á kórónaveirufaraldrinum og fór hörðum orðum um aðgerðir þeirra vegna COVID-19.

Ennfremur kynnti hann umfangsmiklar aðgerðir í gegn Kína. Trump lýsti því yfir að hann muni banna ákveðnum Kínverjum, sem eru taldir ógna öryggi Bandaríkjanna, að koma til landsins.

Hann sakaði kínversk yfirvöld um að skaða atvinnulífið í Bandaríkjunum með því stela atvinnuleyndarmálum frá bandarískum iðnaðarfyrirtækjum.