Farþegar þurfa ekki lengur að sýna neikvætt Covid-19 próf eða staðfestingu á fyrri sýkingu þegar ferðast er til Bandaríkjanna. Breytingarnar tóku gildi 12. júní síðastliðinn.

Engar sóttvarnareglur eru í gildi vegna Covid-19 á landamærum Íslands, óháð bólusetningarstöðu ferðamanna. Misjafnt er þó hvaða reglur gilda á landamærum annarra landa og eru ferðamenn hvattir til að kynna sér þær áður en lagt er af stað í ferðalag.